Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 17:13:14 (4213)

2001-01-23 17:13:14# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[17:13]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að hvorugur aðilinn nefnir í sinni dómsniðurstöðu fjárhæðir. En það hefur engin efnisleg áhrif á það álitamál sem hv. þm. bað okkur um að leysa úr áðan, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Hann virðist ekki skilja hvaða ástæða er fyrir því að minni hlutinn hafi lagt fram sitt álit, hann virðist ekki botna í því. En ástæðan fyrir því er mjög skýr og glögg og verður lesin beinlínis út úr niðurstöðu dómsins ef hv. þm. vill hafa fyrir því að gera það.