Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 22:55:40 (4244)

2001-01-23 22:55:40# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[22:55]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Vestf. var í ræðustól í dag og talaði þá um gegnumrotna bankastjóra í ríkisbönkunum, svo ég fari rétt með þau orð. (Gripið fram í: Í Landsbankanum.) Það er sú málefnalega rökræða sem hérna hefur farið fram.

Ég skal hins vegar verða við þeim orðum hv. þm. Árna Johnsens að halda mig við rök. Ég spurði í ræðu minni fyrr í kvöld um skilning þingmanna stjórnarliðanna á 72. gr. stjórnarskrárinnar um eignarréttinn þegar dómur væri genginn. Ég hef ekki heyrt neitt svar við spurningu minni um það hvaða skilning þeir leggja í 72. gr. stjórnarskrárinnar með tilliti til þess að öryrkjum hafi verið dæmdur ákveðinn réttur, hvort þeir líti svo á að þeir hafi öðlast eignarrétt. Ég vona að þetta sé málefnaleg spurning.