Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 22:58:17 (4247)

2001-01-23 22:58:17# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[22:58]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Ég býst við að í stystu máli sé einfaldast að svara á þann hátt að í þessum dómi felst að ákveðnu leyti eignarréttur, ákveðinn réttur sem er eignarréttur. En jafnframt er heimilt að ákveða, miðað við þann hóp sem um ræðir, ákveðnar skerðingar með löggjöf eins og tíðkast í öllum þeim Evrópulöndum sem við höfum miðað allt velferðarkerfi okkar við.