Almannatryggingar

Þriðjudaginn 23. janúar 2001, kl. 23:33:55 (4260)

2001-01-23 23:33:55# 126. lþ. 64.1 fundur 379. mál: #A almannatryggingar# (tekjutrygging örorkulífeyrisþega) frv. 3/2001, TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 126. lþ.

[23:33]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Það er nákvæmlega þessi hlið málsins sem orkar mest tvímælis. Að skattleggja þá sem hafa 200 þús. kr. heimilistekjur á mánuði til að greiða bætur af almannafé til þeirra sem hafa í heimilistekjur 400 þús. kr. eða meira orkar tvímælis. En mál af þessu tagi verða afleiðing af niðurstöðu Hæstaréttar. Það er ljóst. Það er líka deginum ljósara að það munu vakna kröfur þeirra hópa sem hafa ekki sótt um tekjutryggingu vegna þessa máls. Það munu vakna kröfur þeirra sem hafa til þess að gera háar heimilistekjur til að fá bætur úr almannasjóðum, bætur sem eru miðaðar við þarfir í stjórnarskránni. Þetta er það sem ég tel að sé ein af vandmeðförnustu hliðunum á þessum dómi og virkar ekki til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. (ÖJ: Er tilkostnaðurinn við að viðhalda mannréttindum of mikill?)