Samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli

Fimmtudaginn 08. febrúar 2001, kl. 12:01:36 (4324)

2001-02-08 12:01:36# 126. lþ. 66.1 fundur 412. mál: #A samningur milli Evrópubandalagsins og Íslands og Noregs um beiðni um hæli# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 126. lþ.

[12:01]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Svarið við þessari spurningu er já vegna þess að það eru ekki eingöngu við sem þurfum að framfylgja samningi um flóttamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna, það eru öll þau ríki sem hér eiga hlut að máli, þ.e. aðildarríki Evrópusambandsins og Noregur. Það gildir því jafnt um þessi ríki. Sá samningur sem hér um ræðir og við höfum skrifað undir gengur á engan hátt gegn flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og að mínu mati fer þetta algjörlega saman.