Fyrirvari um greiðslu lífeyrisþega

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:22:10 (4407)

2001-02-12 15:22:10# 126. lþ. 67.1 fundur 278#B Fyrirvari um greiðslu lífeyrisþega# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:22]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég gat ekki skilið svar hæstv. ráðherra, sem ég þakka fyrir, öðruvísi en svo en að hann hyggist virða þennan fyrirvara sem Öryrkjabandalag Íslands hefur sett fram til Tryggingastofnunar ríkisins í bréfi. Ég fagna því og bið hæstv. ráðherra að leiðrétta það ef ég hef misskilið orð hans. Því spyr ég, herra forseti: Hvers vegna var ekki skrifað umyrðalaust undir bréfið þar sem farið var fram á þennan eðlilega og sjálfsagða fyrirvara? Hvers vegna var ekki skrifað undir það um leið farið var fram á það, ef menn ætluðu að virða þennan fyrirvara, sem ég vil fagna hér?