Aðgengi að úrlausnum samræmdra prófa

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:26:36 (4411)

2001-02-12 15:26:36# 126. lþ. 67.1 fundur 279#B aðgengi að úrlausnum samræmdra prófa# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:26]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Í gildi er reglugerð um framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra prófa og samkvæmt 8. gr. þeirrar reglugerðar hefur sá aðili sem framkvæmir prófin, þ.e. Námsmatsstofnun eins og hún heitir núna, mánuð til að skila af sér úrlausnum til skólastjóra. Eftir þann tíma eru úrlausnirnar til ráðstöfunar fyrir nemendur og kennara væntanlega líka. Nemendur geta krafist úrlausnanna innan þriggja mánaða frá því að skólinn fær þær afhentar.