Breytingar á starfsemi Rariks

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:34:40 (4418)

2001-02-12 15:34:40# 126. lþ. 67.1 fundur 280#B breytingar á starfsemi Rariks# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:34]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka að ekki er verið að gera neitt af hálfu Rariks sem ekki samrýmist lögum og reglum í landinu. Auðvitað hefur fyrirtækið ákveðið svigrúm til að gera skipulagsbreytingar án þess að mál þurfi að koma fyrir Alþingi. Hins vegar vil ég ítreka að þær breytingar, sem eiga sér stað hjá þessu fyrirtæki, eru í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins og í samræmi við það frv. sem hér mun líta dagsins ljós vegna þess að það er grundvallaratriði í því frv. og í tilskipuninni að það þarf að greina á milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu. Þetta eru staðreyndir sem ég hélt að allir gerðu sér grein fyrir en ég vil ítreka að málið mun koma mjög fljótlega til Alþingis og þá efast ég ekki um að hér verða fjörugar umræður.