Lokun pósthúsa á landsbyggðinni

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 15:46:44 (4427)

2001-02-12 15:46:44# 126. lþ. 67.1 fundur 281#B lokun pósthúsa á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[15:46]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Og hv. þingmaður heldur áfram ræðuhöldum sínum, herra forseti. Því er til að svara að ekki hefur verið haft sérstakt samráð við byggðamálaráðherra um rekstur Íslandspósts hf. (JB: En þjónustan, er það ekki ...?) Þjónusta Íslandspósts er undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar eins og ég fór rækilega yfir með hv. þm. fyrr á þessu þingi og er tilbúinn til þess að gera enn frekar þegar betra tóm er til.

Það er alveg ljóst að verið er að endurskipulegga póstþjónustuna í landinu með það í huga að styrkja hana og ef hægt er að ná samstarfi við heimaaðila sem reka aðra starfsemi þá finnst mér ekki sanngjarnt af hv. þm. að gera lítið úr þeim sem eru tilbúnir til þess að taka að sér póstþjónustuna í landinu. (JB: Ég hef aldrei nefnt það.) Það lá í orðum hv. þm. áðan að hann var að gera lítið úr þeim sem stunda annars konar þjónustustarfsemi en eru tilbúnir til þess að sinna póstinum.