Ríkisútvarpið

Mánudaginn 12. febrúar 2001, kl. 16:43:41 (4447)

2001-02-12 16:43:41# 126. lþ. 67.9 fundur 413. mál: #A Ríkisútvarpið# (framkvæmdasjóður) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 126. lþ.

[16:43]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég gleðst yfir hugarfró hv. þm. Ég tel hins vegar rétt að ítreka það sem ég sagði vegna þess að hv. þm. hagaði orðum sínum í fyrstu ræðu sinni þannig að það væri skylda Ríkisú tvarpsins að annast þessa ISDN-lagningu. Ég kvaddi mér hljóðs til að vekja athygli þingmannsins á því að þar fór hún ekki með alveg rétt mál. Það mun Landssíminn gera samkvæmt fjarskiptalögum samþykktum hér á Alþingi en vitaskuld þarf ýmiss konar búnað til þess eins og í allri tækni.