Lax- og silungsveiði

Þriðjudaginn 13. febrúar 2001, kl. 16:20:11 (4525)

2001-02-13 16:20:11# 126. lþ. 68.4 fundur 389. mál: #A lax- og silungsveiði# (rekstrarleyfi, gjaldtaka, fiskeldisnefnd o.fl) frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 126. lþ.

[16:20]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka undir orð hæstv. landbrh. varðandi það frv. sem hann fylgir hér úr hlaði. Um afskaplega mikilvægt mál er að ræða og sannarlega von til að það frv. sem hér um ræðir komi til með að lægja þær öldur sem hafa risið hátt í samfélaginu í umræðunni um þauleldi á fiski og þær laxeldisstöðvar sem hafa nú þegar sótt um starfsleyfi. Af því tilefni langar mig til að spyrja hæstv. landbrh.: Er það ekki rétt skilið hjá mér að það leyfisveitingaferli sem nú þegar er hafið fari eftir þessum lögum, ef þau öðlast gildi, segjum bara á vordögum, er þá ekki hægt að treysta því að þær stóru stöðvar sem nú eru komnar í eins konar leyfisveitingaferli mundu heyra undir þessa löggjöf verði hún samþykkt frá Alþingi eigi síðar en á vordögum?