Lax- og silungsveiði

Þriðjudaginn 13. febrúar 2001, kl. 16:46:42 (4532)

2001-02-13 16:46:42# 126. lþ. 68.4 fundur 389. mál: #A lax- og silungsveiði# (rekstrarleyfi, gjaldtaka, fiskeldisnefnd o.fl) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 126. lþ.

[16:46]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hann sé enn andvígur því að þessi dýrmæti norski lax sem hann stóð vörð um á sínum tíma og er hér auðæfi í landinu, góður eldisfiskur, fari ofan í sjókvíar sem verða jafn vel varðar og lagt er til í þessu frv.

Hv. þm. minntist áðan á fiskeldi undir Vogastapa. Það er auðvitað skiptieldi. Það átti auðvitað að vera komið upp um áramót en því miður hafa orðið smáhnökrar í því. Eigi að síður hefur það sannað að fiskeldi á hér gríðarlega möguleika. Auðvitað má velta því fyrir sér hvort það sé rétt staðsett en sums staðar getur skiptieldi komið til greina, að það sé komið upp áður en vetrarveðrin skella á og þar verður auðvitað að fylgja ströngum leikreglum.

Ég legg hér fram frv. Starfsleyfin verða sjálfsagt gefin í vetur en líka með hliðsjón af því að vilji ráðherrans sem fer með málið liggur fyrir. Það verður fylgst með því sem gerist hér í þinginu og það er engin ástæða til að ætla annað en að farið verði að þeim ströngu skilyrðum sem hér eru lögð til.