Lax- og silungsveiði

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 13:34:41 (4553)

2001-02-14 13:34:41# 126. lþ. 69.3 fundur 389. mál: #A lax- og silungsveiði# (rekstrarleyfi, gjaldtaka, fiskeldisnefnd o.fl) frv., KolH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 126. lþ.

[13:34]

Kolbrún Halldórsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hef mikinn hug á því að umhverfisþáttur málsins sem hér um ræðir verði sendur til skoðunar í umhvn. Ég set mig sannarlega ekki á móti því að landbn. fjalli um málið enda heyrir það undir hana eðli málsins samkvæmt. Ég legg það til að umhvn. fái umhverfisþátt málsins sérstaklega til skoðunar.

(Forseti (ÁJ): Forseti vill taka það fram að hann mun koma því á framfæri við landbn. að frv. verði sent til umsagnar í umhvn.)