Sjúkraflug

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:05:08 (4565)

2001-02-14 14:05:08# 126. lþ. 70.2 fundur 405. mál: #A sjúkraflug# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Getur það réttlætt lakari þjónustu við fólk hvað varðar sjúkraflug að áætlunarflug minnki eða hætti? Störfum hefur greinilega verið að fækka við þessa þjónustu úti á landi og afleiðingin er augljós. Hún er óöryggi, hún er það ástand sem hv. þm. Kristján L. Möller lýsti áðan og ekki er auðvelt að sjá hvernig á að mæta þörfum fólks þegar þannig er farið í málin.

Í frétt Dagblaðsins segir og það er starfsmaður samgrn. sem talar, með leyfi forseta:

,,Ætlunin er að fara í það á þessu missiri að reyna að finna eitthvert það kerfi sem getur komið til móts við þarfir sjúkraflugsins.``

Herra forseti. Þetta getur tæpast talist farsælt og traust en það voru þau orð sem hæstv. ráðherra lét falla áðan um sjúkraflug og samninga um það.