Sjúkraflug

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:10:59 (4570)

2001-02-14 14:10:59# 126. lþ. 70.2 fundur 405. mál: #A sjúkraflug# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:10]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég má til með að leggja aðeins orð í belg í þessari umræðu. Ég vil þakka þessa fyrirspurn og þær ábendingar sem hafa komið fram og svör samgrh. Það er greinilega verið að vinna að þessum málum.

Þegar hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon talaði um Austurland, Norðurland og Vesturland gleymdi hann að sjálfsögðu Suðurlandi vegna þess að á Suðurlandi eru Vestmannaeyjar. Sjúkraflug skiptir Vestmannaeyjar gríðarlega miklu máli og Vestmannaeyjar eru einmitt einn hlekkurinn í þessari keðju. Ég geri mér mjög glögga grein fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur hlýtur að skipta miklu máli í þessu sambandi. Við megum heldur ekki gleyma því að ákveðið er að hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað til ársins 2016. (Gripið fram í.) Við erum að tala um daginn í dag þannig að við skulum ekkert endilega vera að blanda Reykjavíkurflugvelli inn í þetta mál.

(Forseti (ÁSJ): Forseti vill enn áminna hv. þm. um að hafa hljóð í salnum á meðan á umræðum stendur.)