Tjón af völdum óskilagripa

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:29:16 (4579)

2001-02-14 14:29:16# 126. lþ. 70.3 fundur 387. mál: #A tjón af völdum óskilagripa# fsp. (til munnl.) frá félmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:29]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Hér er til umræðu hvort sveitarfélögin eigi að bera eigendaábyrgð. Ég verð ekki alls kostar ánægð með það ef sveitarfélögunum verður gert skylt að bera þá ábyrgð. Ég tel að það eigi að banna alla lausagöngu búfjár, ekki aðeins hrossa og nautgripa heldur sauðfjár einnig. Við sem eigum sauðfé, hross og kýr eins og ég eigum sjálf að bera ábyrgð á okkar gripum og hleypa þeim ekki út á vegi. Sá sem á gripina ber ábyrgð. Hann á þessa gripi og hann ber ábyrgð á þeim og á að halda þeim innan girðinga.