Undanþágur frá fasteignaskatti

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 14:43:49 (4585)

2001-02-14 14:43:49# 126. lþ. 70.4 fundur 409. mál: #A undanþágur frá fasteignaskatti# fsp. (til munnl.) frá félmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[14:43]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir þessa fyrirspurn og eins fyrir svar hæstv. ráðherra. Það er hárrétt að ríkið greiðir ekki fasteignaskatt og það skekkir svo sannarlega samkeppnisstöðu sveitarfélaganna sem eru ávallt í samkeppni. Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd fjárhagslega. Sveitarfélögin getur munað verulega um að fá fasteignaskatt greiddan frá ríkinu. Þetta eru verulegar fjárhæðir, eins og hæstv. ráðherra sagði, en mér finnst að ekki eigi að blanda öldruðum þar inn í eins og hv. þm. Kristján Pálsson nefndi hér áðan. Ég er á því að þeir eigi að fá undanþágu frá fasteignaskatti.