Hvalveiðar

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 15:07:17 (4600)

2001-02-14 15:07:17# 126. lþ. 70.5 fundur 397. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[15:07]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Enn á ný ræðum við hvalamál í þingsölum. Ég vil taka undir orð hv. þm. Tómasar Inga Olrichs þegar hann velti fyrir sér markaðsmálum á hvalaafurðum. Það vantar mjög gjarnan inn í þessa umræðu. Við vitum að Norðmönnum hefur ekki gengið allt of vel að selja þessar afurðir. Við vitum líka að ef við hefjum hvalveiðar, eru markaðsmál okkar á hvítum fiski hugsanlega í uppnámi á Bandaríkjamarkaði. Þetta eru atriði sem við þurfum að skoða, þannig að ég held að sé ágætt að fara með hraða snigilsins í þessu máli eins og hæstv. sjútvrh. hefur gert.