Framhaldsskólanám í Stykkishólmi

Miðvikudaginn 14. febrúar 2001, kl. 16:08:54 (4626)

2001-02-14 16:08:54# 126. lþ. 70.9 fundur 406. mál: #A framhaldsskólanám í Stykkishólmi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 126. lþ.

[16:08]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Hæstv. menntmrh. nefndi í lok ræðu sinnar að viðræður hefðu farið fram um stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Ég vil að fram komi að ég tel að að því máli sé unnið af miklum áhuga á svæðinu. Menntmrn. og hæstv. menntmrh. hafa tekið jákvætt óskum um að skoða þetta mál í alvöru. Það eru miklar vonir bundnar við að út úr því komi skóli sem geri fólki á svæðinu kleift að stunda nám á framhaldsskólastigi á þessu svæði öllu. Það er ekki vafi á því að þar er á ferðinni besta lausnin, ef mönnum tekst að koma saman skóla fyrir þetta svæði. Vegna fámennisins styrkja menn það helst með því að ná þessu saman í Grundarfirði. Ég tel að þar sé lausn sem menn ættu að vinna að af fullum krafti.