Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Fimmtudaginn 15. febrúar 2001, kl. 12:59:41 (4679)

2001-02-15 12:59:41# 126. lþ. 71.6 fundur 235. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 126. lþ.

[12:59]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg óþarfi hjá hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur að gera lítið úr því hvernig fólk nær af sér aukakílóum. Það bara gerir það nákvæmlega á þann hátt sem því þykir best. (Gripið fram í: Með því að berja í hausinn?) Ég er margbúin að segja að það er ekki aðalatriðið í þessari íþróttagrein og hún er því miður mjög ranglega kynnt þegar þegar verið er að bera hana saman við hnefaleika. Þetta er í rauninni mjög ósanngjarnt vegna þess að áhugamannahnefaleikar eru með öruggustu íþróttagreinum sem stundaðar eru í heiminum að mati þeirra sem best þekkja til.