Kjarasamningar opinberra starfsmanna

Mánudaginn 19. febrúar 2001, kl. 17:42:31 (4786)

2001-02-19 17:42:31# 126. lþ. 72.10 fundur 209. mál: #A kjarasamningar opinberra starfsmanna# (aðild að stéttarfélagi) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 126. lþ.

[17:42]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Stofnanir eru hvorki góðar né slæmar. Stofnanir geta verið góðar og stofnanir geta verið slæmar. Stofnanir geta verið háðar lýðræðislegu valdi. Það eru stéttarfélögin almennt. Verkalýðshreyfingin reynir almennt að örva lýðræðislegt starf innan sinna vébanda. Þannig vill hún starfa og þannig á hún að starfa. Það er ekkert athugavert við það eða slæmt að verkalýðshreyfing hafi á að skipa öflugum stofnunum til að standa vörð um réttindi launafólks og sækja rétt þess. Ég nefndi nokkur dæmi um það áðan hvernig þeim stofnunum og þeirri vinnu er beitt.