Stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri

Mánudaginn 19. febrúar 2001, kl. 19:08:06 (4804)

2001-02-19 19:08:06# 126. lþ. 72.13 fundur 262. mál: #A stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri# þál., Flm. ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 126. lþ.

[19:08]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek að sjálfsögðu heils hugar undir þetta. Ég held að þetta sé einmitt það sem við eigum m.a. að gera út á. Eins og ég sagði í ræðu minni rétt áðan þá sækjum við ýmislegt langt yfir skammt. Þarna er stutt að fara niður á ströndina og ég held að það væri býsna gott, bæði fyrir okkur, herra forseti, sem í þessum sal erum og ýmsa aðra að leita ekki langt yfir skammt og finna afþreyinguna í grenndinni.