Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:47:30 (4830)

2001-02-20 15:47:30# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:47]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég var einungis að vekja athygli á því að tvívegis í ræðu sinni hafði hv. þm. orð á því að þessir þrír virtu lögfræðingar væru kallaðir til af meiri hlutanum og nú í seinna andsvari sínu gaf hv. þm. í skyn að þeir hefðu hagað sér öðruvísi ef þeir hefðu komið fyrir nefndina með öðrum hætti, t.d. í lagaráði, og skil ég satt að segja ekki hvað hv. þm. á við.