Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 16:57:26 (4852)

2001-02-20 16:57:26# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[16:57]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð nú að segja að það er afar sérstakt að hv. þm. telji sig þurfa að svara fyrir samstarfsmann sinn, hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur. Ég veit að hún er fullfær um að gera það sjálf.

Hann ætti ekki að snúa út úr þeim orðum mínum að hv. þm. stjórnarandstöðunnar ættu ekki að gera lítið úr hlutverki sínu. (Gripið fram í.) Það tel ég ákaflega mikilvægt, hæstv. forseti, að hv. þm. hafi í huga.

Ef hv. þm. hefur ekki skilið fyrra svar mitt er ég ekki viss um að ég geti bætt úr með því að svara aftur. Ég held að ég hafi skýrt þau sjónarmið mín og hvers vegna ég tel eftirliti með lagafrv. betur fyrir komið innan Stjórnarráðsins. Síðan virðist hv. þm., sem er lögfróður maður, alveg hafa gleymt hlutverki dómstóla í að meta löggjöfina.