Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 19:11:40 (4886)

2001-02-20 19:11:40# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[19:11]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort það er eðlilegt að hv. þm. skýri frá því á lokuðum fundi í forsætisnefnd hvaða hugmyndir hún hefur um (Gripið fram í.) starfsreglur og starfssvið þessa væntanlega lagaráðs. Ég mundi telja miklu eðlilegra að hv. þm. kveddi sér hljóðs og tæki til máls í þriðja sinn og skýrði ítarlega fyrir okkur þær hugmyndir sem liggja að baki frv. Má kannski segja að tími sé til kominn.