Andúð gegn útlendingum

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:28:25 (4941)

2001-02-26 15:28:25# 126. lþ. 76.1 fundur 323#B andúð gegn útlendingum# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég vil bara taka undir með hv. þm. Ég er að sjálfsögðu sammála henni um að við eigum að kenna börnunum okkar að bera virðingu fyrir öllum manneskjum, sama hvaðan þær koma. En mér finnst hins vegar rétt að undirstrika, vegna þess að það var minnst hér á flóttamenn og við höfum einmitt staðið mjög vel að verki gagnvart móttöku þeirra, að Rauði krossinn hefur séð mjög vel um mál þeirra. Dómsmrn. er með samning við Rauða krossinn sem tekur að sér að hjálpa þessu fólki og við borgum fyrir aðstoð, lögfræðikostnað og annað, þannig að það er mjög margt sem hefur verið gert. En það er ábyggilega alveg rétt hjá hv. þm. að það má gera betur í þessum málum og það verður skoðað.