Viðvera ráðherra og stjórnarþingmanna

Þriðjudaginn 27. febrúar 2001, kl. 17:33:30 (5037)

2001-02-27 17:33:30# 126. lþ. 77.93 fundur 333#B viðvera ráðherra og stjórnarþingmanna# (um fundarstjórn), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 126. lþ.

[17:33]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég hef út af fyrir sig ekkert við ágæta fundarstjórn forseta að athuga. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að ég er 1. flm. að næsta dagskrármáli sem er 8. dagskrármálið, sveitarstjórnarlög. Ég hafði freistað þess að fá ráðherra til viðræðu við mig um þau mál, þ.e. hæstv. félmrh. Hann gat það ekki sökum opinberra skyldustarfa annars staðar. Það er einnig ljóst að ekki einn einasti þingmaður úr félmn. er í húsinu, þ.e. meðal stjórnarliða, og ég fæ ekki séð að nokkur staða sé til þess að fara í almenna efnislega umræðu um þetta stóra og mikilvæga mál sem lýtur að fjármálum sveitarfélaga og upplýsingagjöf þeirra. Þetta mál er að vísu búið að vera í þinginu frá því í haust. Þetta er í þriðja eða fjórða skipti sem það kemur á dagskrá. Síðast var fjarvera ráðherra þess valdandi að ég óskaði eftir því við forseta að það yrði ekki tekið til umræðu. Ég verð því miður að fara þess á leit við hæstv. forseta að hann fresti þessu máli enn einn ganginn en ég vona svo sannarlega að þetta mál geti komið á dagskrá eins fljótt og nokkur kostur er og þá með viðveru viðkomandi hæstv. ráðherra og þeirra þingmanna stjórnarliða úr félmn. sem þurfa um málið að fjalla. En það er ekki nokkur bragur á því að gera það við þessar aðstæður.