Umfjöllun menntmn. um túlkun 53. gr. grunnskólalaga

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 13:55:39 (5050)

2001-02-28 13:55:39# 126. lþ. 78.92 fundur 336#B umfjöllun menntmn. um túlkun 53. gr. grunnskólalaga# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 126. lþ.

[13:55]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Ég hlýt að endurtaka að það er algjörlega á forræði nefndar hvort hún kýs að taka upp mál að eigin frumkvæði. Málið sem hér er rætt var afgreitt með lýðræðislegum hætti í þingnefndinni. Það er einfaldlega þannig að allir þingmenn þurfa að sætta sig við að fara að leikreglum þingsins. Það er bara ekki flóknara en það.

Ég vil líka ítreka það sérstaklega að málið sem hér er til umræðu hefur verið rætt utan dagskrár á þinginu. Þingmenn hafa margar leiðir til að taka mál upp. (GÁS: Hvað er þá að óttast?) Það er ekkert að óttast í þessu máli, hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson. Þar að auki liggur fyrir þingmál sem ég vakti athygli á í fyrri ræðu minni, frv. Guðmundar Árna Stefánssonar o.fl. Það verður væntanlega tekið á dagskrá í þinginu og vísað til menntmn. Það verður rætt þar og auðvitað jafnfaglega og nákvæmlega og vant er. Ég ítreka ábendingu mína til þingmanna Samfylkingarinnar, að nota fyrirspurnarformið. Það er mjög einfalt. Ég vildi líka nefna í þessu sambandi að hæstv. menntmrh. hefur ekki enn afgreitt beiðni Hafnarfjarðarbæjar vegna skólans. Ég á því ekki von á því að túlkun hans á 53. gr. laganna liggi fyrir, a.m.k. ekki opinberlega.