Ummæli forseta

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 13:58:05 (5052)

2001-02-28 13:58:05# 126. lþ. 78.93 fundur 337#B ummæli forseta# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 126. lþ.

[13:58]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég geri athugasemd við fundarstjórn forseta. Forseti kaus að vitna mjög frjálslega í ummæli mín í umræðum um störf þingsins áðan. Hann fór svo nánast í rökræður um efni málsins í framhaldinu, þó þannig að ekki var um að ræða yfirlýsingu af hálfu forseta og ekki svar við spurningu, enda hafði ég engri slíkri beint til forseta. Mér hefur virst færast í vöxt að forseti geri sig beint, en þó oftar kannski óbeint, gildandi í rökræðum úr forsetastóli. Þetta er ekki venja og er ekki til þess ætlast. Hyggist forseti taka þátt í efnislegum umræðum um mál setur hann sig á mælendaskrá eins og aðrir þingmenn og hefur þar sömu réttindi.