Skipan stjórnarskrárnefndar

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 14:31:26 (5064)

2001-02-28 14:31:26# 126. lþ. 79.2 fundur 428. mál: #A skipan stjórnarskrárnefndar# fsp. (til munnl.) frá forsrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[14:31]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þessi fyrirspurn hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar sem og fyrri fyrirspurn fela í sér spurningu til framkvæmdarvaldsins frá fulltrúa löggjafarvaldsins um það hvort framkvæmdarvaldið hyggist setja reglur um lagasetningu. Ég geri ákveðnar athugasemdir við þetta. Mér finnst að fulltrúar löggjafarvaldsins eigi sjálfir að standa að reglum og lögum sem menn hyggjast samþykkja á hinu háa Alþingi.