Samvinnufélög (rekstrarumgjörð)

Fimmtudaginn 01. mars 2001, kl. 15:16:21 (5162)

2001-03-01 15:16:21# 126. lþ. 80.8 fundur 448. mál: #A samvinnufélög (rekstrarumgjörð)# frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. fjmrh. er ekki í húsinu og ég treysti mér ekki til þess að lofa einhverju fyrir hans hönd. En ég get a.m.k. fullvissað hv. þm. um að ég mun leggja mig fram um að hv. nefnd fái allar þær upplýsingar sem beðið verður um. Mér finnst alveg sjálfsagt að hv. nefnd fái skoðun ráðuneytisins á því máli sem hér hefur verið nefnt. Mér finnst sumt af því sem hv. þm. las upp úr bréfi ríkisskattstjóra vera vangaveltur, það séu ekki allt saman fullyrðingar. Ég vil því meina að þarna sé ekki það alvarlegt mál á ferð að við séum í neinni hættu með það að frv. geti í einhverri mynd orðið að lögum. En mér finnst alveg sjálfsagt að fara yfir þetta atriði sem varðar bréf ríkisskattstjóra og tel víst að hann verði beðinn að koma á fund nefndarinnar til þess að gera betur grein fyrir skoðunum sínum.