Umgengni um nytjastofna sjávar

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 15:49:19 (5181)

2001-03-05 15:49:19# 126. lþ. 81.7 fundur 504. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (veiðar umfram aflaheimildir) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[15:49]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er athyglisverð spurning hjá hv. þm. Því er til að svara að samkvæmt þeim lögum sem við höfum sett á hv. Alþingi ber að koma með allan afla að landi með örfáum mjög takmörkuðum undantekningum og þá á ég við hrognkelsi eins og aðrar fisktegundir.

Að öðru leyti er rétt að vekja athygli á því að grásleppan er ekki kvótabundin tegund og fiskifræðingar hafa ekki talið hana vera í sérstakri hættu eða að ástæða væri til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu stofnsins. Því hef ég ekki séð neina knýjandi ástæðu til að grípa inn í að þessu leytinu til þar sem sjómenn fara greinilega eftir þeim lögum sem gilda um þetta og koma með aflann að landi og tegundin er ekki kvótabundin og ekki í sérstakri hættu.