Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 18:16:25 (5200)

2001-03-05 18:16:25# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[18:16]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu færi hún Anna á Suðureyri ekki að selja aflahlutdeild sína í nýju kerfi beint heldur mundi hún fela einhverjum að gera það. En það yrði samkeppni um það líka. Það yrði samkeppni um að miðla aflahlutdeildum sem ódýrast og sem best og ná sem hæstu verði fyrir hana Önnu á Suðureyri. Það mundu myndast nokkrar blokkir vissulega, kvótasjóðir, sem mundu jafnvel fjárfesta í þessum veiðiheimildum en þær yrðu alltaf nokkrar og þetta yrði að gerast á hverju ári aftur og aftur þannig að það getur ekki myndast nein ein blokk nema hún miðli miklu ódýrar en allir aðrir.