Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 18:26:49 (5208)

2001-03-05 18:26:49# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[18:26]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þegar maður kaupir veiðiheimildir á segjum 800 kr. kg og breytir peningum sem eru eign yfir í eitthvað annað, þá hlýtur það að vera eign áfram. Þetta er í reynd eign þess sem fer með það þangað til reglunum verður breytt. Menn búa við þessa óvissu og þessa áhættu í þessari eign, að henni gæti verið breytt, og það er vitað á hverjum tíma. Ef maður ætlar að fara að veiða á morgun, einmitt á morgun, þau kíló sem hann má veiða, er sú heimild eign og verður ekkert annað en eign þangað til reglunum verður breytt.