Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 19:00:01 (5215)

2001-03-05 19:00:01# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[19:00]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf ekki langar kennslustundir í markaðsfræði hjá hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur. En það hlýtur einmitt að koma inn í þetta líka hvert fyrningarhlutfallið er og til hvers er ætlast af fyrirtækjunum. Og af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um þessi mál, þá er þetta, þær fyrningar og tímalengd veiðiheimilda, það stysta sem ég hef séð.

Það hafa tveir aðrir hv. þm. úr öðrum flokkum komið hér upp og rætt lítillega tillögur sínar þar sem um er að ræða miklu lengri fyrningartíma, miklu meiri aðlögun og miklu meira tillit tekið til þeirra aðstæðna sem um er að ræða en er í þessu frv. Samfylkingarinnar sem alls ekki er í samræmi við auðlindanefndarskýrsluna.