Forvarnastarf gegn sjálfsvígum

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 14:31:06 (5303)

2001-03-07 14:31:06# 126. lþ. 84.3 fundur 437. mál: #A forvarnastarf gegn sjálfsvígum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[14:31]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Það er gott að þessi umræða kemur upp. Þetta er mikilvægt mál eins og fram hefur komið. Það er einmitt mikilvægt, eins og sagt hefur verið, að menn þurfa að átta sig á því hvar mest hætta er fyrir hendi í þessu og það þarf að rannsaka það og komast að niðurstöðu um það. En það hefur líka komið fram að þetta getur verið breytilegt, eins og kom fram í ræðu hv. þm. Drífu Hjartardóttur að þetta getur sem sagt komið við ákveðnar stéttir og þá sérstaklega stéttir sem lenda í ákveðinni klemmu vegna aðstæðna sem eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Við þurfum náttúrlega að vera vakandi fyrir þessum málum og athuga betur gang okkar í því.

Einnig vil ég taka undir þau orð sem hafa verið sögð um forvarnir í sambandi við áfengi og eiturlyf hvað það er mjög mikilvægt að þessi mál komi þar inn í því að ég er alveg sannfærður um að þar er líka um þátt að ræða sem skiptir miklu máli í þessu tilliti.