Forvarnir

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:17:36 (5323)

2001-03-07 15:17:36# 126. lþ. 84.6 fundur 508. mál: #A forvarnir# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég tek undir það að þetta ætti að verða miklu markvissara starf ef þetta væri sameinað. Þarna er um mjög skylda starfsemi að ræða og það verður að líta til þess að tóbaksvarnanefnd hefur náð mjög miklum árangri í skólunum t.d. Það þurfa allir að vinna saman, bæði heimilin og skólinn og allir þeir sem koma að uppeldi barna og unglinga þurfa að vera samtaka um það hvernig eigi að bregðast við og hvernig eigi að koma í veg fyrir neyslu barna og unglinga á tóbaki, áfengi og öðrum vímuefnum. Það er eins og hv. þm. Ásta Möller sagði, að oft er það einmitt tóbaksnotkunin sem kemur fyrst og svo annað á eftir.