Flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:44:33 (5336)

2001-03-07 15:44:33# 126. lþ. 84.7 fundur 463. mál: #A flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:44]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Mig langar að geta þess að á síðasta ári var skrifstofa jafnréttismála flutt norður á Akureyri þrátt fyrir að mjög margir væru á móti því. (Gripið fram í.) Af því hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir nefnir þetta --- það er alltaf verið að reyna að reka fleyg á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar og ég sé ekki betur en að borgarstjórinn hafi gert það. Ég las grein í Morgunblaðinu í morgun eftir dr. Guðrúnu Pétursdóttur þar sem hún hefur eftir borgarstjóra á borgarstjórnarfundi að hagsmunir landsbyggðarinnar í málefnum Reykjavíkurflugvallar byggist á sektarkennd hins brottflutta sveitamanns. Svona málflutningur á ekki að heyrast. Við erum ein þjóð í þessu landi.