Flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:46:38 (5338)

2001-03-07 15:46:38# 126. lþ. 84.7 fundur 463. mál: #A flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:46]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Þegar svona umræður fara fram hér á hv. Alþingi, þá gætum við haldið starfsemi væri að snjóa út um land. En það hefur aldeilis ekki verið að gerast. Því miður. Það sem hins vegar hefur verið að gerast er að menn hafa farið í svokallaðar hagræðingaraðgerðir hjá ýmsum stofnunum á vegum ríkisins og störfum hefur fækkað úti á landi og til stendur að halda því áfram. Og ég spyr hæstv. ráðherra:

Er það ekki hluti af stefnumörkuninni hjá ríkisstjórninni að þar sem slíkar hagræðingaraðgerðir eiga að fara af stað sé séð til þess að störfum fækki ekki og það komi a.m.k. jafnmörg störf í staðinn fyrir þau sem eru lögð niður?

Mér fyndist að það væri lágmarkið þegar menn hafa uppi sífelldar yfirlýsingar um það að vilja stuðla að því að störf flytjist út á land, að þar sem ríkið er að draga saman komi menn með störf í staðinn, þannig að það verði ekki högg fyrir byggðarlögin eins og það verður á þessum litlu stöðum, þó ekki sé lagt niður nema eitt starf eða hálft.