Flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:50:34 (5341)

2001-03-07 15:50:34# 126. lþ. 84.7 fundur 463. mál: #A flutningur verkefna eða stofnana til landsbyggðarinnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:50]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Það er fullkomlega óþolandi að umræður hér í þessum sal fari í þann farveg að tefla höfuðborginni eða þéttbýlissvæðunum sunnan lands á móti landsbyggðinni. Og það er ömurlegt til þess að hugsa hvaða pólitík hefur verið rekin í þessum efnum. Fyrirtækjum er lokað eða þau flutt í burtu og ákveðnu starfsfólki, t.d. miðaldra konum, hent út á götuna, sem eiga hvergi möguleika á að fá vinnu og svo gerast aðrir sambærilegur hlutir úti á landi. Þannig hefur samgrh. lagt niður 60, 70 störf úti á landi og svo kemur flokksbróðir hans hér og les okkur hvað samgrh. ætli að vera ofboðslega duglegur að flytja störf út á land. Málið snýst um það að ný verkefni fari út á landsbyggðina. Að störf sem losna og geta farið út á land, fari út á land. Það snýst um það. Það er stutt síðan við lásum að símavarsla Seðlabankans er komin út á land, væntanlega af því þar var verið að skipta um fólk. Þannig á að gera þetta þegar störf losna.