Tilraunaskólar og nýjungar í skólastarfi

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 16:34:21 (5361)

2001-03-07 16:34:21# 126. lþ. 84.11 fundur 500. mál: #A tilraunaskólar og nýjungar í skólastarfi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:34]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hæstv. menntmrh. talar hér um nýjungar í skólastarfi. Þessi svokallaði tilraunastarfsemi hefur ekkert með nýjungar í skólastarfi að gera heldur í fyrirtækjarekstri. Það er verið að taka grunnskóla, það er verið að taka barnaskóla og reka þá á grundvelli fyrirtækja í atvinnulífinu.

Reyndar er það svo að menn deila um það hvort 53. gr. grunnskólalaga veiti lagastoð fyrir slíka tilraunastarfsemi. Það er rangt hjá hv. þm. Katrínu Fjeldsted að um þetta sé sátt. Kennarasamtökin hafa andæft þessu og það er líka rangt hjá hv. þm. Drífu Hjartardóttur að í afstöðu okkar felist vantrú á sveitarfélagið. Mér finnst felast í því vantrú á sveitarfélagið að taka skólann úr umsjá þess (Gripið fram í.) og setja hann í umsjá fyrirtækis. (Forseti hringir.) Ég vil spyrja hæstv. menntmrh. hvað er það við núverandi fyrirkomulag sem kemur í veg fyrir að framkvæmd verði raunveruleg tilraunastarfsemi í kennslu. Hvað er það við núverandi fyrirkomulag sem kæmi í veg fyrir þetta?