Tilraunaskólar og nýjungar í skólastarfi

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 16:35:48 (5362)

2001-03-07 16:35:48# 126. lþ. 84.11 fundur 500. mál: #A tilraunaskólar og nýjungar í skólastarfi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:35]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Varðandi þá tilraun í kennslu sem hérna hefur verið lýst, þá leyfi ég mér að spyrja hæstv. menntmrh.: Þegar því er lýst yfir að þetta sé tilraun og skuli lúta því lögmáli að vera tilraun, þá hlýtur að vera lagt upp tilraunaplan, tilraunaáætlun þar sem skráð er hvað eigi að gera tilraunir um, hvaða atriði eigi að skrá og hvaða breytur verði við þá tilraun. Hver ber ábyrgð á því tilraunalega séð? Hefur verið samið við Kennaraháskólann? Hvaða aðila, sem hafa raunverulegar forsendur og kunnáttu til að standa að formlegu tilraunastarfi, hefur verið samið við? Þá er hægt að fallast á að lagt sé út í tilraun, ef það lýtur öllum þessum formum sem tilraunir eiga að lúta. Hefur t.d. verið samið við Kennaraháskólann um það að leggja upp tilraunaplanið og fylgjast með því hvaða breytur verða skráðar og taka síðan starfið út að lokum?