Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 11:43:57 (5383)

2001-03-08 11:43:57# 126. lþ. 85.4 fundur 146. mál: #A sveitarstjórnarlög# (einkafjármögnun og rekstrarleiga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[11:43]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að hætta mér í að ræða sérstaklega reikningsskil Hafnarfjarðarbæjar. Ég er ekki kunnugur þeim. En túlkun þessarar greinar í sveitarstjórnarlögunum sem ég vitnaði til, 67. gr. og reyndar líka 61. gr., er falin bókhalds- og reikningsskilanefnd. Hún á að setja reglur samkvæmt 18. gr. reglugerðar nr. 922/2000. Mér er kunnugt um að hún hefur ekki gengið frá þeim reglum en mun gera það alveg á næstunni. Hafi einhver misbrestur verið á bókhaldinu hjá Hafnarfjarðarbæ þá tel ég víst að í framhaldi af því verði ráðin bót á því.