Greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 12:50:30 (5409)

2001-03-08 12:50:30# 126. lþ. 85.5 fundur 158. mál: #A greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[12:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki hrifinn af þessu hugtaki ,,jákvæð mismunun`` vegna þess að ég held að mismunun geti aldrei verið jákvæð, þá þegar af þeirri ástæðu. Ég er ekki tilbúinn að mæla með því að beita þessu ákvæði að svo komnu máli. Það getur vel verið að það endi með því að ef svo vindur fram að við náum ekki tökum á verkefninu að við verðum að grípa til einhverra róttækra ráðstafana. En að svo komnu máli held ég við eigum að leita að öðrum úrræðum áður en við gerum það.