Kosningar til Alþingis

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 15:18:52 (5439)

2001-03-08 15:18:52# 126. lþ. 85.11 fundur 217. mál: #A kosningar til Alþingis# (kjördæmaskipan o.fl.) þál., Flm. SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Flm. (Sverrir Hermannsson) (andsvar):

Herra forseti. Tíu þingmönnum verður úthlutað landsvæðið frá Hvalfjarðarbotni og norður í Fljót í Skagafirði. Öðrum tíu frá og með Siglufirði að Eystrahorni eins og nú standa sakir og þriðja tugnum frá Eystrahorni og hingað að bæjardyrum Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar öllu heldur.

Það sem ég tel nauðsyn á er að 63 þingmenn eins og þeir eru eða 52 eins og ég legg til fái allt landið til umsýslu og geti skipt með sér verkum og hólfi þetta ekkert niður vegna þess að þeir tíu sem koma til með að þjóna vesturhluta landsins munu ekkert frekara samráð hafa við austurhlutann en gerðist áður milli hinna kjördæmanna eins og þau voru skipuð.

En aðalmálið er að við erum sammála um að komast út úr þessu ófremdarástandi.