Kosningar til Alþingis

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 15:20:02 (5440)

2001-03-08 15:20:02# 126. lþ. 85.11 fundur 217. mál: #A kosningar til Alþingis# (kjördæmaskipan o.fl.) þál., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[15:20]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Aðeins örstutt. Ég get verið sammála hv. þm. um þetta meginatriði sem hann nefndi. En er þá ekki eiginlega borðleggjandi og eðlilegt að hv. þm. í þeirri kjördæmaskipan sem við höfum sett okkur fari að vinna eins og landið væri eitt kjördæmi? Væru ekki í þessum gömlu hólfum heldur færu milli kjördæma og legðu hver öðrum lið í sínu pólitíska starfi. Til er ég.