Kjaradeila sjómanna og útvegsmanna

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:16:03 (5485)

2001-03-12 15:16:03# 126. lþ. 86.1 fundur 359#B kjaradeila sjómanna og útvegsmanna# (óundirbúin fsp.), GAK
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Auðvitað ber að fagna því að ráðherrann muni eiga fund með deiluaðilum í dag en ekki eru margir sólarhringar þangað til boðað verkfall skellur á.

Það hlýtur að vera talsverð ábyrgð hjá hæstv. ríkisstjórn og Alþingi á þessari deilu. Síðast voru sett lög á deiluna og það er alveg ljóst að þau lög hafa ekki náð þeim markmiðum sem að var stefnt með að tryggja eðlilega verðmyndun. Ábyrgð Alþingis og ríkisstjórnar á þessu máli hlýtur að vera talsverð því það var hér sem lögin voru sett. Auðvitað er ekki hægt að ásaka sjómannasamtökin endalaust fyrir verkfallsgleði þegar ég er búinn að vitna til þeirra talna sem ég sagði áðan að í sex og hálft ár hafa menn verið kjarasamningslausir á 14 ára tímabili. Það ber ekki vitni um mikla verkfallsgleði.