Dreifing á erótísku sjónvarpsefni

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:22:26 (5491)

2001-03-12 15:22:26# 126. lþ. 86.1 fundur 360#B dreifing á erótísku sjónvarpsefni# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:22]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég lít engu að síður þannig á að hæstv. menntrh. hafi beint orðum sínum til þeirra stofnana sem lögum og reglum samkvæmt eiga að skoða þessi mál um að það verði gert. Ég vil enn trúa því og treysta að við séum þannig innréttuð að við viljum ekki láta efni af því tagi sem hér gæti verið um að ræða fljóta eftirlitslaust hjá garði. Ég treysti því að þingmenn hér og þar, með taldir hæstv. ráðherrar, hafi af því áhyggjur að klámefni sé að flæða inn á heimilin án þess að við fáum rönd við reist og ef um klámefni er að ræða er dreifing á slíku efni bönnuð samkvæmt lögum.

Í öllu falli lít ég þannig á, herra forseti, að hér sé um mál að ræða sem þurfi að taka til skoðunar á þeim vettvangi sem reglur og lög segja til um.