Skimun vegna HIV-veiru á Vogi

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:27:28 (5494)

2001-03-12 15:27:28# 126. lþ. 86.1 fundur 361#B skimun vegna HIV-veiru á Vogi# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Það er rétt sem kemur fram hjá hæstv. ráðherra að hver stofnun forgangsraðar og þar sem skimanir skila sér hugsanlega ekki beint til stofnunar eins og SÁÁ, þá má segja að eðlilegt sé að þeir hafi gripið til þessa óyndisúrræðis. Ég fagna því ef gerður verður þjónustusamningur við SÁÁ og að tryggt sé að þessar skimanir haldi áfram. Þær eru okkur mjög mikilvægur þáttur í öllu forvarnastarfi gegn útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C til að geta kortlagt hvar áhættan liggur, hvar við eigum að leggja áherslur, ekki bara hjá fíkniefnasjúklingum heldur ekki síður hjá vanfærum konum varðandi lifrarbólgu C o.s.frv. Ég ætla því að vona að vel gangi að koma þessum samningi á svo að skimunin falli ekki niður hjá SÁÁ.