Skimun vegna HIV-veiru á Vogi

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:28:46 (5495)

2001-03-12 15:28:46# 126. lþ. 86.1 fundur 361#B skimun vegna HIV-veiru á Vogi# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er svo sem engu við fyrra svar mitt að bæta nema því að það er alveg ljóst að það er fjárhagsvandi hjá SÁÁ. Það hefur orðið mikið launaskrið og við erum sem sagt að fara yfir málefni SÁÁ um þessar mundir.

Það er alveg rétt sem hv. þm. sagði að það er mikilvægt að beita þessum forvörnum en það er líka mikilvægt að það sé samræmt um landið allt, hvaða forvörnum við beitum og hvaða rannsóknir við erum almennt að gera. Ef við erum að tala um svo viðkvæmar rannsóknir sem hér um ræðir, þá þarf t.d. upplýst samþykki fyrir slíkum rannsóknum.